Sunnudagur

cuffsMér finnst ég orðin ótrúlega tóm innra með mér...

 

Finn hvorki fyrir gleði eða sorg.  Langar bara að sofa...

 

Mér líður eins og drukkandi manneskju, og kann ekki að bjarga mér. 

 

Ég er búin að vera edrú í rúmt hálft ár. Það hefur gengið rosalega upp og niður.  Mig langar ekki að verða aftur eins og ég var. Sé hvað ég hef vaxið sem manneskja. En stundum er að bara of erfitt að halda áfram.

 

Kærastinn minn er farinn í langtímameðferð erlendis. Hann hefur ekki náð að vera edrú nema í mjög stuttan tíma síðan við kynntumst. Og af öllum stöðum, kynntumst við í meðferð.

Fólk segir við mig að sambönd sem byrja í meðferð endist ekki. Þetta sé það vitlausasta sem maður gerir. En ég vill ekki loka á þessar tilfinningar. 

Ég er fráskilin. Hef verið í nokkrum löngum samböndum fyrir utan hjónabandið. Og ég hef aldrei upplifað þessar tilfinningar áður sem ég ber til hans. Hann lætur mér líða svo ótrúlega sérstakri...

 

Mig vantar einhvern kraft í dag....

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: aloevera

  Sambönd sem byrja í meðferð geta enst alveg eins og sambönd sem byrja við aðrar aðstæður.  Ég þekki nokkur dæmi.  Bara fyrir örfáum dögum var ég að fá fréttir af hjónum sem byrjuðu saman í meðferð fyrir 20 árum eða svo.  Hjónaband þeirra hefur verið farsælt - þó konan hafi verið helmingi yngri en maðurinn er þau tóku saman.

 Hitt er annað mál að það getur reynt verulega á samband ef par er ekki samstíga í edrúmennsku.

aloevera, 25.1.2010 kl. 04:18

2 Smámynd: Unknown

Takk fyrir þetta innlegg. Gott að heyra eitthvað jákvætt líka

Unknown, 25.1.2010 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband