Mánudagur

Átti rosalega erfiða nótt.

Dreymdi rosalega um stjúpa minn, sem misnotaði mig, og aðra fjölskyldumeðlimi. Mér skilst að þetta sé afleiðing af áfallastreituröskun, sem ég fer í meðferð við í sumar/haust. Vonandi.

 Ég sé hvað það hengur mikið á því að ég haldist edrú. Ef ég fer aftur að nota þá er ég ekkert á leiðinni í þessa meðferð við PTSD, og ég þarf svo innilega á því að halda. 

Þetta eyðileggur alveg daginn hjá mér.. Ég átti að mæta til læknis í morgun, og sálfræðings í hádeginu. Vaknaði bara öll í tárum og kom mér ekki fram úr rúminu fyrr en 2. Þetta er ótrúlega erfitt að upplifa svona sterkar tilfinningar... Bara slæmar... Og geta lítið ráðið við það.

Það kom svolítið upp á í gær. Sem hefur áhrif á það að ég upplifi meira af þessari röskun. Ég vildi óska að ég gæti upplifað bara sólskin alla daga...

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hvet þið eindregið til að sækja þessar meðferðir sem þér bjóðast, þekki af reynslunni að þær virka, ótrúlegt hvað hægt er að hjálpa manni við áfallastreyturöskun. Þetta er samt svo erfitt því allt byggist þetta á því að maður sé sjálfur duglegur að nota allt sem manni býðst og einmitt ekki að nota nein efni sem gera mann sljóan það dregur verulega úr bata.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband